Settu upp ritgerð á táknmáli - Upptökutækni og framsetning efnis

Stutt lýsing á námskeiðinu

Námskeið sem fer yfir kröfur og tæknina við það að skila inn meistarritgerðum á táknmáli. í raun er hér ekki verið að fara yfir það hvernig efnið er skrifað heldur hvernig hún er sett upp tæknilega áður en henni er skilað. Hér er krafan um að ritgerðin sé uppsett þannig að hún uppfylli kröfur um skil meistararitgerða en sé á sama tíma læsileg á táknámli.

Kennsluáætlun og hugmyndafræði

Námskeiðinu er skipt upp í fjórar lotur

Nauðsynlegt er að klára loturnar í réttri röð

1

Kennslulota 1: Uppsetningar og undirbúningur

Hér er farið í það hvernig við setjum upp umhverfið okkar en það skiptir miklu máli þegar efni er tekið upp og gott að vera komin með skilning á því áður en upptökur og klippingar eiga sér stað. Í þessari lotu er líka farið uppsetningu forrita sem þörf er á til að geta tekið upp og klippt ásamt því að fá grunn kennslu á forritin en sú þekking verður dýpkuð í næstu lotum.

2

Kennsluatriði 2: Upptökur og klippingar

Upptökur og klippingar hljómar eins og flókin atriði en hérna er verið að tala um að klippa í mjög einfalda búta sem virka eins og nokkurskonar málsgreinar í ritgerðum. Upptakan er líka einföld en þó eru nokkur atriði sem farið er í og skiptir miklu máli að ná til að efnið líti vel út.

3

Kennsluatriði 3: Textun

Þrátt fyrir að hér sé verið að setja upp ritgerð á táknmáli er líka ætlast til þess að hægt sé að lesa ritgerðina á textaformi og fyrir utan það þá er hérna farið í það hvernig heimildir eru settar inn í myndefnið.

4

Kennsluatriði 4: Uppsetning heimasíðu og frágangur

Uppsetning á heimasíðu er þó nokkuð önnur hérna en á hefðbundnum heimasíðum. Hér er verið að setja inn efnið þannig að það sé hægt að horfa á myndböndin á svipaðan hátt og þegar ritgerð er lesin á texaformi. Myndböndin eru sett upp í réttri tímaröð og gerð læsileg frá vinstri til hægri. 

Kennari , Rúnar Sigurðssoon

Write this section in second-person, meaning you should not use the words ‘I’ or ‘We’ or ‘Me’. Instead, talk about the course teacher objectively, even if you are the teacher! It’s time to show off your achievements and prove why you are the right person to be teaching this topic.


But just after you’ve talked yourself up, make sure you end on a friendly note. You don’t want to sound intimidating, you want to sound knowledgeable and friendly.

Viðbótar upplýsingar

Kennsluáætlun

Lágmarks kröfur

Námsmat

Skráning í námskeið