Settu upp ritgerð á táknmáli - Upptökutækni og framsetning efnis

Stutt lýsing á námskeiðinu

Námskeið sem fer yfir kröfur og tæknina við það að skila inn meistarritgerðum á táknmáli. í raun er hér ekki verið að fara yfir það hvernig efnið er skrifað heldur hvernig hún er sett upp tæknilega áður en henni er skilað. Hér er krafan um að ritgerðin sé uppsett þannig að hún uppfylli kröfur um skil meistararitgerða en sé á sama tíma læsileg á táknámli.

Námskeiðinu er skipt upp í fjórar lotur

Nauðsynlegt er að klára loturnar í réttri röð

1

Kennslulota 1: Uppsetningar og undirbúningur

Hér er farið í það hvernig við setjum upp vinnuumhverfið, en það skiptir miklu máli við upptökurnar sjálfar og gott að vera komin með skilning á því áður en upptökur og klippingar eiga sér stað. Í þessari lotu er líka farið yfir uppsetningu forrita sem þörf er á til að geta tekið upp og klippt ásamt því að fá grunnkennslu á forritin. Sú þekking verður svo dýpkuð í næstu lotum.

2

Kennslulota 2: Upptökur og klippingar

Upptökur og klippingar hljómar eins og flókin atriði en hérna er átt við að klippa í mjög einfalda búta sem virka eins og nokkurskonar málsgreinar í ritgerðum. Upptakan er líka einföld en þó eru nokkur atriði sem farið er í og skiptir miklu máli að ná til að efnið líti vel út.

3

Kennslulota 3: Textun

Þrátt fyrir að hér sé sett upp ritgerð á táknmáli er jafnframt ætlast til þess að hægt sé að lesa ritgerðina á textaformi. Þess utan er farið í það hvernig heimildir eru settar inn í myndefnið.

4

Kennslulota 4: Uppsetning heimasíðu og frágangur

Uppsetning þessarar heimasíðu er þó nokkuð frábrugðin hefðbundnum heimasíðum. Hér er efnið sett inn þannig að hægt sé að horfa á myndböndin á svipaðan hátt og þegar ritgerð er lesin á texaformi. Myndböndin eru sett upp í réttri tímaröð, á læsilegan hátt frá vinstri til hægri.

Kennari, Rúnar Sigurðssoon

Rúnar Sigurðsson er verkefnastjóri og ráðgjafi í rafrænum kennsluháttum hjá Kennslumiðstöð Háskóla Íslands. 


Meðal starfa: 

Fræðsla, stuðningur, aðstoð vegna upptakna á fyrirlestrum
Tæknileg ráðgjöf vegna vél- og hugbúnaðar v. heimaupptakna
Fræðsla og stuðningur vegna handritagerðar fyrir edX námskeið, textun og fleira