Settu upp ritgerð á táknmáli - Upptökutækni og framsetning efnis
Stutt lýsing á námskeiðinu
Námskeið sem fer yfir kröfur og tæknina við það að skila inn meistarritgerðum á táknmáli. í raun er hér ekki verið að fara yfir það hvernig efnið er skrifað heldur hvernig hún er sett upp tæknilega áður en henni er skilað. Hér er krafan um að ritgerðin sé uppsett þannig að hún uppfylli kröfur um skil meistararitgerða en sé á sama tíma læsileg á táknámli.
Námskeiðinu er skipt upp í fjórar lotur
Nauðsynlegt er að klára loturnar í réttri röð
Kennari, Rúnar Sigurðssoon
Rúnar Sigurðsson er verkefnastjóri og ráðgjafi í rafrænum kennsluháttum hjá Kennslumiðstöð Háskóla Íslands.
Meðal starfa:
Fræðsla, stuðningur, aðstoð vegna upptakna á fyrirlestrum
Tæknileg ráðgjöf vegna vél- og hugbúnaðar v. heimaupptakna
Fræðsla og stuðningur vegna handritagerðar fyrir edX námskeið, textun og fleira