Kennismiðir

Hægt er að finna tengingu við marga kennismiði enda námskeiðinu ætlað að auka aðgengi nemenda með fötlun að námssamfélaginu. Reynt er að koma til móts við þeirra þarfir en á sama tíma fylgja þeim kröfum sem gerðar eru til þeirra.

Þrír kennismiðir tengja best við námskeiðið en það eru þeir Dylan Wiliam, John Dewey og Benjamin Bloom.


DYLAN WILIAM

Leiðbeinandi kennsluhættir.
Tengingin við Dylan Wiliam eru hugmyndir hans um námsmat. Skilja þarfir nemenda, veita endurgjöf sem leiðbeinir og almennt að virkja nemendur í eigin námi.
Fimm atriði sem Dylan Wiliams telur að séu mikilvæg í námsmati:

  1. að nemendur skilji forsendur námsins. Þetta þýðir að við þurfum að fá nemendur til að skilja námsaðstæður sínar hvernig þeir verða metnir.
  2. virkar umræður í tímum og verkefni sem sýna fram á árangur. Verkefni þar sem hægt er að mæla árangur.
  3. veita umsögn sem leiðir nemendur áfram í námi. Kennarar þurfa að vinna með nemendum og útvega þeim nægar upplýsingar til að skilja betur vandamál og lausnir á þeim.
  4. virkja nemendur til að leiðbeina hver öðrum. Að fá nemendur til að tengjast í umræðum og vinna sem hópur getur bætt nám nemenda.
  5. gera nemendur ábyrga fyrir eigin námi. Kenna nemendum að fylgjast með og skipuleggja eigið nám.

JOHN DEWEY

Lærdómsumhverfi. Að læra með því að framkvæma og að menntun eigi sér stað sem sameiginleg reynsla kennara og nemenda. Hér er tengingin margþætt en við sköpum bæði umhverfi fyrir nemendur til að læra í og að þeir læri af reynslu í umhverfinu.

John Dewey og aðrir raunsæismenn eru sannfærðir um að nemendur þurfi að upplifa veruleikann eins og hann er. Frá fræðslusjónarmiði John Dewey þýðir þetta að nemendur þurfi að aðlagast umhverfi sínu til að læra.

Börn læra betur þegar þau hafa samskipti við umhverfi sitt og taka þátt í að mynda námskrá skólans, að sögn John Dewey.

Dewey heldur því fram að menntun geti aðeins verið árangursrík þegar börn hafa tækifæri til náms sem gerir þeim kleift að tengja núverandi þekkingu við fyrri reynslu og þekkingu. Þetta er nú kölluð hugsmíðahyggja.


BENJAMIN BLOOM

Hér tengir námskeiðið við hugmyndir Benjamin Bloom um að þekking verði til og þróist allt frá því að muna og skilja yfir í það að þróa og skapa. Að nemendur nái að skapa er skilyrði þess að námskeiðið verði gagnlegt fyrir nemendur.

Flokkunarkerfi Bloom setur nemendum ákveðin námsmarkmið en þau þurfa að ná ákveðnum grunnmarkmiðum og færni áður en þau geta fært sig ofar í þekkingu. Flokkunarkerfið hefur verið sett upp sem píramíti og er grunnfærni neðst. Eftir því sem þekking eykst fer hún ofar í píramítann þar sem raunveruleg aukning á þekkingu fer í gegnum hvert skref eða hæð.