Kennsluáætlun

Almennar upplýsingar
Settu upp ritgerð á táknmáli
2021 - Kennslusvið HÍ
Umsjónarkennari: Rúnar Sigurðsson
Aðrir kennarar: Leiðbeinendur ritgerða og túlkar
Tími og staður kennslu: Kennsla á netinu í gegnum kennslukerfi HÍ


Umsjón

Nafn: Rúnar Sigurðsson

Netfang: [email protected]

Sími: 525 4447

Aðsetur: Setberg

Viðtalstími: Samkvæmt samkomulagi


Kennslusýn

Sjálfbærni, að nemandi geti stuðst við þekkinguna í framtíðinni og nýtt á öðrum sviðum. Umbótamiðuð sýn á nám og hugmynd um að gera nám aðgengilegt fyrir sem flesta.


Hæfniviðmið

Hæfniviðmið námskeiðsins miða við lágmarks ásættanlega niðurstöðu. Nemandi þarf að ná vissum lágmarksviðmiðum í hverju kennsluatriði til að geta haldið áfram og skilað inn ritgerð.

Kennsluatriði 1 (Hér er ég að nefna eitt af fjórum kennsluatriðum sem nemandi þarf að fara í gegnum í námskeiðinu).

Hérna fyrir neðan eru atriði sem nemandinn þarf að ná tökum á. Annað hvort hefur nemendi náð að gera eftirfarandi atriði eða ekki og því er einkunn annað hvort staðið eða fallið. Kennari þarf að sjá hvort uppsetningar virka en það gerir nemandinn með því að taka upp lítinn bút af sjálfum sér að tala en myndbandið þarf að vera tekið upp með upptökuforriti með textaskjá (teleprompter), hafa textað myndbandið og klippt. Nemandi getur ákveðið að nota annan hugbúnað en þann sem sýndur er í námskeiðinu en það er loka afurðin sem skiptir máli. Námskeiðið var hugsað með afruð í huga og því var námskeiðið sett upp út frá afurðinni. Hérna er verið að tala um Backward design en skref voru tekin til baka þar til að öll atriði voru fundin sem þurfti til að gera heilstæða afurð.

Sett upp klippiforrit
Sett upp forrit fyrir textun
Sett upp upptökuforrit (teleprompter)


Kennd verður uppsetning á ákveðinn hugbúnað en nemendum er þó heimilt að setja upp annan hugbúnað sé sá hugbúnaður nothæfur og getur skilað sambærilegri afurð.


Lesefni og vinnuálag

Allt kennsluefni er aðgengilegt á vef og hefur verið tekið upp. Um er að ræða stutta fyrirlestra sem sýna með skref fyrir skef leiðbeiningum hvernig hægt er að framkvæma öll atriðin sem sett hafa verið upp í hæfniviðmiðum námskeiðsins.

Vinnuálag er jafnt en þó ber að hafa í huga að ritgerð sem nemandi vinnur að getur haft áhrif á vinnuálag en flestir hafa námskeiðið til hliðsjónvar þegar ritgerð er skrifuð.


Tímaáætlun

Aðgengi að námskeiðinu er á meðan vinna við ritgerð er í gangi en kennslan er einstaklingskennsla en þó með aðgengi að leiðbeinanda.


Námsmat

Námsmatið fer fram á þann hátt að nemandi fær umsögn frá kennara en nemandi þarf að sýna árangur vinnu sinnar öðru hvoru í samráði við leiðbeinanda ritgerðarinnar. Ef nemandi er í vandræðum með tæknilega uppsetningu er aðgengi að kennsluráðgjafa í gegnum leiðbeinanda ritgerðarinnar. Hér er því verið að styðjast við leiðsagnarmat, það er ágætt að hafa það í huga að það eru vanalega ekki mikið fleiri en mestalagi þrír í námskeiðinu á sama tíma og því samræður mjög opnar og samskipti alemennt mjög þægileg.