Kennsluaðferðir

NEMENDAMIÐUÐ KENNSLA

Hér er fjallað um kennsluaðferð sem oft hefur verið kölluð "self paced" á ensku. Um er að ræða kennslu þar sem nemandinn getur farið yfir námsefnið þegar honum hentar en þó fengið aðstoð frá leiðbeinanda. Margar útfærslur eru til af þessari aðferð en hún hefur verið mikið notuð á stórum opnum netnámskeiðum. Hér er sá munur hins vegar að nemandinn hefur greiðari aðgang að aðstoð ef eitthvað í námskeiðinu er óskýrt.

https://www.edutopia.org/article/getting-started-self-paced-learning


LÆRT MEÐ ÞVÍ AÐ FRAMKVÆMA

Hér er ekki eingöngu lært með því að framkvæma heldur er farið í það með nemendum hvernig þeir geti skapað sér umhverfi til að framkvæma aðgerðir námskeiðsins. Námskeiðið byggir á stuttum fyrirlestrum og nemendur framkvæma svo það sem þau hafa séð í fyrirlestrinum. Nemendur fara í gegnum ferlið og sýna leiðbeinendum afrakstur verkefna til að vita hvort þau séu á réttri leið.


Hvað eru kennsluaðferðir?

Kennsluaðferð samanstendur af reglum og aðferðum sem kennarar nota til að gera nám nemenda kleift. Þessar aðferðir ráðast að hluta til af faginu og nemendahópnum.

https://en.wikipedia.org/wiki/Teaching_method


Dæmi um aðrar kennsluaðferðir

Bein kennsla eða fyrirlestrar (lágtækni)
Vendikennsla (hátækni)
Leikjatengt nám (hátækni)

Dæmisögur

Rökræður


Hátækni eða lágtækni er í raun lýsing á því hvort að kennsluaðferðin þarf einhvern búnað annan en kennslustofu, bækur eða borð fyrir nemendur og kennara.

https://onlinedegrees.sandiego.edu/complete-list-teaching-methods/