Námskrá og námskrársýn
Ólíkt námskeiðum í grunnskóla er engin aðalnámskrá í háskóla fyrir ritgerðaskil til að fara eftir. Það eru þó reglur um hvernig meistararitgerðir þurfa að vera upp settar til að standast kröfur og því ekki svigrúm til að fara fram hjá þeim. Þetta þýðir þó ekki að svigrúmi til mismunandi uppsetningar sé hamlað, en við þurfum að þekkja hefðbundnar kröfur eins og hvaða aðferðir til öflunar og skráninga heimilda viðkomandi grein fer fram á sem dæmi.
Almennt um námskrá
Áformuð námskrá
Reglur, hér í þessu námskeiði eru það reglur háskólans varðandi skil á meistararitgerðum.
Kennarar
Kennsluhugmyndir kennara og þekking þeirra. Hér er hugmynd um að gera nemandann sjálfbæran, að hann geti lært á kerfin sjálfur og nýtt sér þau í sínu umhverfi.
Virk námskrá
Hérna er þetta nokkurs konar samspil á milli nemenda og leiðbeinanda námskeiðsins. Leiðbeinandi sér um inntak námskeiðsins og tilhögun. Nemandinn þarf að ná að tileinka sér efnið og því skipta eiginleikar hans máli og áhugi fyrir efninu. Ekki er skylda að skila á þessu formi [myndbandi] og því langoftast valið vegna mikils áhuga á að miðla efninu á þennan hátt.
Tileinkuð námskrá
Hér er það sem nemandinn hefur tileinkað sér, tileinkaða námskráin. Hann þarf að ná að uppfylla kröfur skólans um skil.
Flokkun Schiro
Scholar academic ideology: Fræðigreinamiðuð sýn –
Markmið menntunar
Leggur áherslu á að miðla þekkingu fræðigreinanna til nemenda.
Nemandinn
Er nokkurskonar móttakandi efnis
Námið og hvernig það á sér stað
Yfirleitt fyrirlestrar og að nemendur læri efnið utan-bókar
Kennsluna og hlutverk kennara: Miðla efni greinarinnar til nemenda.
Námsmatið
Próf er algengasta leiðin til að kanna hvort efnið hefur skilað sér til nemenda.
Social efficiency ideology: Samfélagsmiðuð sýn –
Markmið menntunar
Leggur áherslu á að menntun mæti þörfum þjóðfélagsins.
Nemandinn
Hlutverk nemandans er að vera virkur þátttakandi.
Hér er verið að hafa áhrif á hegðun nemenda að hún sé eins og samfélagið vill eða gerir ráð fyrir. Að nemendur séu tilbúnir að taka á við framtíðina eða samfélagið.
Learner centered: Nemendamiðuð sýn –
Markmið menntunar
Leggur áherslu á sjónarhorn og þarfir nemandans
Nemandinn
Hér er nemandinn virkur í eigin námskrárgerð enda gert ráð fyrir að nemandinn nái að vaxa og þrosast á eigin forsendum.
Kennsla og hlutverk kennara er að leiðbeina og styðja nemandann í ferlinu.
Social reconstruction ideology: Umbótamiðuð sýn –
Markmið menntunar
Leggur áherslu á samfélagslegar breytingar og umbætur
Nemandinn
Hér er nemandinn virkur þátttakandi.
Nemandinn lærir þætti sem gætu breytt eða bætt samfélagið. Námskeiðið hérna er umbóamiðað um leið og það er nemendamiðað vegna þess að hér er gert ráð fyrir að nemendur sem áður hafa þurft mikla þjónustu við gerð ritgerða verði sjálfbjarga.