Námsmat

Námsmatið fer fram á þann hátt að nemandi fær umsögn frá kennara en þarf að sýna árangur vinnu sinnar öðru hvoru í samráði við leiðbeinanda ritgerðarinnar. Ef nemandi er í vandræðum með tæknilega uppsetningu er aðgengi að kennsluráðgjafa í gegnum leiðbeinanda ritgerðarinnar. Hér er því stuðst við leiðsagnarmat. Það er ágætt að hafa í huga að oftast eru að hámarki þrír í námskeiðinu samtímis. Því eru samræður mjög opnar og samskipti almennt mjög góð.

Hæfniviðmið


Hæfniviðmið námskeiðsins miða við lágmarks ásættanlega niðurstöðu. Nemandi þarf að ná vissum lágmarksviðmiðum í hverju kennsluatriði til að geta haldið áfram og skilað inn ritgerð.

Kennsluatriði 1 (Hér nefni ég eitt fjögurra kennsluatriða sem nemandi þarf að fara í gegnum í námskeiðinu).

Neðangreind eru atriði sem nemandinn þarf að ná tökum á. Annað hvort hefur nemandi náð að ljúka við eftirfarandi atriði eða ekki og fær einkunnina staðið eða fallið eftir því hvort við á. Kennari þarf að sjá hvort uppsetningar virka en það gerir nemandinn með því að taka upp lítið myndbrot af eigin tali. Myndbandið þarf að taka upp með upptökuforriti með textaskjá (teleprompter), myndbandið þarf að texta og klippa. Nemandi getur ákveðið að nota annan hugbúnað en þann sem sýndur er í námskeiðinu enda er það lokaafurðin sem skiptir máli. Námskeiðið var hugsað með afurð í huga og því var námskeiðið sett upp út frá henni. Hérna er talað um Backward design en skref voru tekin aftur á bak/í öfugri röð þar til öll atriði sem þurfti til að gera heildstæða afurð voru samankomin.

  • Sett upp klippiforrit
  • Sett upp forrit fyrir textun
  • Sett upp upptökuforrit (teleprompter)


Kennd verður uppsetning á ákveðinn hugbúnað en nemendum er þó heimilt að setja upp annan hugbúnað sé sá hugbúnaður nothæfur og getur skilað sambærilegri afurð.