Þróunaráætlun og hagnýting

Þróunaráætlun eða innleiðingaráætlun í þessu tilfelli.

 

Hér er ferli til að færa þjónustuna nær nemendum og gera þá sjálfbjarga þegar kemur að því að skila inn ritgerðum á táknmáli. Eins og fyrri myndin sýnir hér fyrir neðan er ekki gert ráð fyrir að nemendur geti endurtekið ferlið eftir að námi lýkur í núverandi ástandi. Þeir verða því háðir þjónustu frá öðrum til að sinna verkefnum eins og skilum á ritgerðum á táknmáli. Seinni myndin sýnir ferlið sem nemandinn fer í gegnum á námskeiðinu en það gerir hann færan um að skila inn ritgerðum á táknmáli án aðstoðar.

Myndin af núverandi ástandi sýnir ferlið sem nemendur þurfa að fara í gegnum til að geta tekið upp ritgerð.

Myndin af áætlun sýnir það ferli sem nemandinn þarf að fara í gegnum eftir að námskeiðið hefur verið gert aðgengilegt við háskólann.

Innleiðingarferli


Til að innleiða námskeiðið þarf að fara í gegnum nokkra ferla:

  • sýna fram á þörf fyrir námskeið eins og þetta. Margir þættir í þessu námskeiði nýtast líka í aðra fræðslu en upptökur hafa verið að aukast sem námsmat. Endurnýta má efnið með fleiri hópum.
  • veita leiðbeinendum aðgang að námskeiðinu og kynna fyrir þeim möguleikana.
  • flytja kennsluefni í kennslukerfi skólans.
  • veita nemendaskrá aðgang að námskeiði og heimild til að skrá nemendur. Námskeiðið er ekki til eininga og því ekki skylda fyrir nemendur sem vilja skila á þennan hátt. Námskeiðið mun ekki verða hluti af námsferli nemanda.