Settu upp ritgerð á táknmáli 

Námskeið sem fer yfir þá tækni sem þarf til og þær kröfur sem gerðar eru til skila á meistararitgerðum á táknmáli. Í raun er hér ekki farið yfir hvernig efnið sjálft er skrifað heldur hvernig ritgerðin er sett upp tæknilega áður en henni er skilað. Hér er gerð krafa um að ritgerðin sé þannig uppsett að hún uppfylli kröfur um skil meistararitgerða, en sé um leið læsileg bæði á táknmáli og ritmáli.

Námskrá og námskrársýn 

Ólíkt námskeiðum í grunnskóla er engin aðalnámskrá í háskóla fyrir ritgerðaskil til að fara eftir. Það eru þó reglur um hvernig meistararitgerðir þurfa að vera upp settar til að standast kröfur og því ekki svigrúm til að fara fram hjá þeim.

Námsmat og hæfniviðmið

Námsmatið fer fram á þann hátt að nemandi fær umsögn frá kennara en þarf að sýna árangur vinnu sinnar öðru hvoru í samráði við leiðbeinanda ritgerðarinnar. Ef nemandi er í vandræðum með tæknilega uppsetningu er aðgengi að kennsluráðgjafa í gegnum leiðbeinanda ritgerðarinnar. Hér er því stuðst við leiðsagnarmat.

Lesa áfram...

Kennsluaðferðir 

Kennsluaðferð samanstendur af reglum og aðferðum sem kennarar nota til að gera nám nemenda kleift. Þessar aðferðir ráðast að hluta til af faginu og nemendahópnum.

Lesa áfram...

Námsefni og kennsluáætlun

Námsefni námskeiðsin er hugbúnaður sem nemendur setja sjálfir upp og upptökur af fyrirlestrum um notkun á honum. Nemendur geta valið annan hugbúnað en þann sem námskeiðið mælir með en þurfa þá að sækja sér þekkingu um þann hugbúnað annað.

Lesa áfram...

Kennslusíðan er á sér síðu - Smellið á Skoða kennslusíðu til að fara yfir 

Kennismiðir og námskenningar

Hægt er að finna tengingu við marga kennismiði enda námskeiðinu ætlað að auka aðgengi nemenda með fötlun að námssamfélaginu. Reynt er að koma til móts við þeirra þarfir en á sama tíma fylgja þeim kröfum sem gerðar eru til þeirra.

Þrír kennismiðir tengja best við námskeiðið en það eru þeir Dylan Wiliam, John Dewey og Benjamin Bloom.ATH. hægt er að smella á tengil fyrir neðan hvern til að lesa meira.

“What any person in the world can learn, almost all persons can learn if provided with appropriate prior and current conditions of learning.”
— Benjamin Bloom

DYLAN wiliam

Formative Assessment

Leiðbeinandi kennskuhættir

Tengingin við Dylan Wiliam eru hugmyndir hans um námsmat. Skilja þarfir nemenda, veita endurgjöf sem leiðbeinir og almennt að virkja nemendur í eigin námi.

Lesa áfram...

john dewey

Learning by doing

Hugsmíðahyggja

Lærdómsumhverfi. Að læra með því að framkvæma og að menntun eigi sér stað sem sameiginleg reynsla kennara og nemenda. Hér er tengingin margþætt en við sköpum bæði umhverfi fyrir nemendur til að læra í og að þeir læri af reynslu í umhverfinu.

Lesa áfram...

Benjamin Bloom

Bloom's taxonomy

Flokkun menntamarkmiða/lærdómsmarkmiða

Hér tengir námskeiðið við hugmyndir Benjamin Bloom um að þekking verði til og þróist allt frá því að muna og skilja yfir í það að þróa og skapa. Að nemendur nái að skapa er skilyrði þess að námskeiðið verði gagnlegt fyrir nemendur.

Lesa áfram...

Kennsluaðferðirnar

Hér fyrir neðan fer ég yfir þær kennsluaðferðir sem ég hef ákveðið að notast við.


Hér er hægt að finna almennan fróðleik um kennsluaðferðir. Lesa áfram...

NEMENDAMIÐUÐ KENNSLA

Hér er fjallað um kennsluaðferð sem oft hefur verið kölluð "self paced" á ensku. Um er að ræða kennslu þar sem nemandinn getur farið yfir námsefnið þegar honum hentar en þó fengið aðstoð frá leiðbeinanda. Margar útfærslur eru til af þessari aðferð en hún hefur verið mikið notuð á stórum opnum netnámskeiðum. Hér er sá munur hins vegar að nemandinn hefur greiðari aðgang að aðstoð ef eitthvað í námskeiðinu er óskýrt.

LÆRA MEÐ ÞVÍ AÐ FRAMKVÆMA

Hér er ekki eingöngu lært með því að framkvæma heldur er farið í það með nemendum hvernig þeir geti skapað sér umhverfi til að framkvæma aðgerðir námskeiðsins. Námskeiðið byggir á stuttum fyrirlestrum og nemendur framkvæma svo það sem þau hafa séð í fyrirlestrinum. Nemendur fara í gegnum ferlið og sýna leiðbeinendum afrakstur verkefna til að vita hvort þau séu á réttri leið.

Hönnun

Hér var stuðst við ABC söguborð til að jafna vinnuálag í námskeiðinu og velja viðföng fyrir nemendur en þetta felur í sér að teikna námskeiðið upp þannig að hægt sé að horfa á það myndrænt og raða viðfangsefnum jafnt á námskeiðið. Með þessari aðferð er auðvelt að passa að vinnuálag sé jafnt.


Í upphafi skal endin skoða eða þannig séð því önnur aðferð sem ég studdist við var að skoða vel hæfniviðmiðin og hvað nemendur þurfa að hafa skilning á í lok námskeiðsins áður en ég hóf ferlið við að teikna upp námskeiðið og raða inn verkefnum. Hér er verið að tala um backward design. 

Staðsetning

Varðandi staðsetninguna þá erum við í þeirri stöðu að við erum að færa þessa fræðslu yfir á netið en með fullkomnum spjaldtölvum og símum hafa nemendur loksins tækifæri til að gera þetta sjálf. Það er þó ekki hægt án þess að þau hafi ákveðna grunn þekkingu í nokkrum ólíkum þáttum eins og upptökum, klippingum og vefgerð en námskeiðið mun taka fyrir öll þessi atriði.